Grandavegur 42

Í lok árs 2013 hófust framkvæmdir við Grandaveg 42 sem kölluð var Lýsislóðin eða fyrrum athafnasvæði Lýsis hf.

Staðsetningin er mjög góð í grónu hverfi rétt við sjóinn á 107 svæðinu. Stutt er í mjög fjölbreytta verslun og þjónustu á Grandanum og miðbærinn er í göngufæri. Stutt í skóla og Vesturbæjarlaugina.

Á reitnum verða 141 íbúð á 2 – 9 hæðum í 7 matshlutum. A, B, C, D, E, F og G. Stærð íbúða er frá 58 – 155 fm. Margar íbúðir hafa tvennar svalir og sumar með mjög stórum svölum.

Öllum íbúðunum fylgir stæði í bílageymslu. Hönnunin miðar að því að bjóða vandaðar, bjartar og praktískar íbúðir á frábærum stað miðborgarinnar.

 

Nú í júní 2017 er flutt inn í 56 íbúðir, þ.e. allar íbúðirnar í D,E,F og G húsum.  Nú er hafin sala í A og fljótlega fara íbúðir í B og C í sölu. 

Vandaðar innréttingar og tæki.

Sýningaríbúð í húsi A verður fullbúin í lok júní 2017. 

Flutt er inn í 56 íbúðir.

Ef áhugi er á ákveðinni íbúð þá endilega hafið samband við undirritaðan.

Þórhallur Biering
thorhallur@thingvangur.is
Sími: 896-8232