Hljómalindarreitur

Samantekt

  • Á reitnum er blönduð byggð með íbúðum, hóteli, og verslunum og þjónustu.
  • Byggðir m2 á reitnum eru um 10.500 m2
  • Skrifstofur, verslun/veitingar og þjónusta
  • 26 íbúðir, 10 við Laugarveg og 16 við Klapparstíg.
  • Á miðjum reitnum er torg ofan á bílakjallara.

Á Hljómalindarreit hefur miklu verið breytt. Nokkur hús rifin og önnur verið gerð upp frá grunni. Lögð hefur verið megin áhersla á að halda í gamla miðbæjarútlitið og stemmninguna. Á reitnum er hótel, verslun/veitingastaðir og þjónusta við Hverfisgötuna og verslunar og veitingahús við Klapparstíg auk íbúða. Við Laugaveginn er verslun og íbúðir. Á miðjum reitnum á milli byggingana verður fjölbreytt og lifandi torg. Undir torginu er bílakjallari sem tilheyrir hótelinu og íbúðunum á reitnum.

Laugavegur 17 er í raun nýtt hús með upprunalegu útliti á fjórum hæðum auk kjallara. Verslunin 66° Norður á jarðhæð og 5 íbúðir á þremur hæðum hússins. Húsið sem var byggt árið 1908 hefur endurheimt fyrri reisn og er útlit þess óbreytt við Laugaveg. Samtals birt flatarmál er 753,2 m2. Verslun 66° Norður er í 265,1 m2 og íbúðir 487,8 m2.

Laugavegur 19 er í raun nýtt hús í upprunalegu útliti á fjórum hæðum auk kjallara. Upphaflega var húsið reist árið 1890 en hefur tekið miklum breytingum í gegn um tíðina og er útlit hússins skv. fyrri tíma. Verslun 66° Norður á jarðhæð og 5 íbúðir á þremur hæðum. Samtals birt flatarmál er 584,5 m2. Verslun 166,5 fm og íbúðir 418 fm.

Klapparstígur 28 er endurgert og viðbyggt hús á þremur hæðum auk kjallara. Birt flatarmál samtals 684,9 m2. Veitingarými 269,4 m2 (kjallari og 1. hæð) og 5 íbúðir á tveimur hæðum hússins samtals 412,5 m2. Um er að ræða íbúðir á bilinu 74 til 138 m2.

Klapparstígur 30 er nýtt hús og er birt flatarmál samtals 815,9 m2 á fjórum hæðum auk kjallara. Verslun/veitingastaður í kjallara og á jarðhæð samtals 339 m2 og 11 íbúðir á fjórum hæðum samtals 476,9 m2. Um verður að ræða lítlar íbúðir á bilinu 40 – 80 fm. Hluti af 1. hæð verður endurgert frægt lítið hús sem áður stóð á lóðinni. Hús þetta er frægt undir heitinu „Sirkus“ sem upprunalega var byggt árið 1883. Lyfta verður í húsinu.

Við Hverfisgötuna hefur Hótel Canopy by Hilton opnað líklega glæsilegasta hótel landsins.

Torgið á reitnum verður opið annars vegar frá Laugavegi og hinsvegar frá Smiðjustíg.