Jarðhæðin í húsinu er um margt óvenjuleg.

Hús nr. 2 (vestur):

Íbúðarrými á jarðhæð fylgir með þremur íbúðum í vesturhlutanum. Rýmin eru með gluggum og hurð út í garð. Sér geymslur fylgja íbúðunum. Þær eru 10,6 m2 til 19,3 m2 sem er langt umfram 6 m2 lágmark. Stærsta geymslan fylgir íbúðinni sem ekki fylgir íbúðarrými. Mögulegt er að breyta hvaða rými, geymsla eða bílastæði fylgir hvaða íbúð.

Hús nr. 4 (austur):

Þremur íbúðum í austurhlutanum fylgir íbúðarrými á jarðhæðinni. Geymslurnar eru innan tveggja rýmanna. Öll rýmin hafa glugga og tvö þeirra hurð út í garð. Rýmin verða afhent fullmáluð án gólfefna með uppsettum milliveggjum og hurðum samkvæmt teikningu. Í salerni verður vaskskápur með vaski og blöndunartæki og gólftengt WC. Geymslu- og WC hurðir eru af sömu gerð og innihurðir íbúðanna, yfirfelldar og þverspónlagðar með eik.

Í bílageymslunni á jarðhæðinni eru 12 bílastæði. Tvö stæði fylgja fjórum íbúðum og eitt stæði hinum fjórum. Öll bílastæðin eru langtum breiðari en fólk á að venjast. Til að sýna það þá eru útlínur nokkra þekktra bíla teiknaðar inn á grunnmyndina. Þriggja fasa raflögn fyrir rafmagnsbíla-hleðslutæki er til allra bílastæðanna og tengist rafmagnsmæli íbúðarinnar sem bílatæðið mun tilheyra.