Húsið er í vesturbæ Kópavogs á rólegum og skjólgóðum stað. Staðsetningin liggur vel við umferð í allar áttir. Kársnesskóli, Gerðarsafn, Salurinn, tengistöð Strætó, stjórnsýsla Kópavogsbæjar ásamt verslana- og þjónustukjarnanum við Hamraborg eru í göngufæri og Sundlaug Kópavogs er í innan við 300 m fjarlægð.